top of page

2 VIKNA FÖRÐUNARNÁM

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST

6 - 15 Maí 2024

Þú mætir til okkar í 6 skipti á 2 vikum og við kennum þér helstu undirstöðuatriðin í förðun. Veglegt burstasett frá Make-Up Studio Hörpu Kára og vörupakki að andvirði 50.000kr fylgir námskeiðinu.

Kennsla fer fram frá kl 19:00 - 22:00 mán til mið.

Við tökum vel á móti þér

VERÐ: 130.000 kr.

*Innifalið í verði er veglegt burstasett og vörupakki að andvirði 50.000.-

Hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 36 mánuði, en boðið er upp á greiðsludreifingu í gegnum Borgun.

Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga, tilvalið er að hafa samband við sitt stéttarfélag og kynna sér málið betur.

258742157_4339893302786342_4758273222114287990_n.jpeg

KENNSLA

Áhersla er lögð á faglega kennslu og allir kennarar sem að koma að náminu hafa mikla reynslu í faginu. Kennarar hafa sína sérstöðu en eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Á meðan á náminu stendur læra nemendur að farða sitt eigið andlit eftir óskum hvers og eins. Nemendur fá fullbúið förðunarkitt og burstasett auk þess að fá afnot af förðunarbókinni Andlit eftir Hörpu Káradóttur eiganda Make-Up Studio Hörpu Kára. Bókin Andlit er notuð sem lesefni til heimanáms.

bottom of page