Make-Up Studio Teymið
Harpa Káradóttir
Eigandi / Kennari
Harpa Káradóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur til 15 ára, hún lauk námi frá Make-Up Designory í Los Angeles með diplóma í kvikmynda- og sjónvarpsförðun. Fyrstu árin eftir útskrift starfaði Harpa hjá MAC og var m.a. meðlimur í MAC Nordic Event Team ásamt því að sinna hlutastarfi hjá RÚV í um nokkurra ára skeið. Síðar lá leiðin í freelance vinnu sem förðunarfræðingur fyrir auglýsingar, tískumyndatökur og sjónvarpsþætti þar sem Harpa m.a. hlaut Eddu tilnefningu fyrir störf sín. Einnig starfaði Harpa sem skólastjóri við Mood Make- Up School sem hún síðar keypti og breytti áherslum er varðar förðunarnám á Íslandi og úr varð Make-Up Studio Hörpu Kára.
Árið 2016 varð Harpa metsölubókahöfundur förðunarbókarinnar Andlit ásamt því að taka við starfi förðunarritstjóra tíkutímaritsins Glamour. Frá árinu 2018 hefur Harpa að mestu leyti sinnt störfum sínum í Make-Up Studio og komið að uppbyggingu að framúrskarandi förðunarnámi með faglegum og heilbrigðum hætti þar sem hún styður undir starfsferil fyrrum nemenda sinna með því að veita þeim gott tengslanet við aðra geira er tengjast förðunarbransanum.
Helen Dögg
Skólastjóri / Kennari
Hefur starfað á ýmsum stöðum í förðunargeiranum frá árinu 2008, allt frá auglýsingum, sjónvarpi, tískusýningum og Þjóðleikhúsinu. Undanfarin 6 ár hefur Helen starfað sem verslunarstjóri MAC ásamt því að vinna mikið í bæði íslenskum og erlendum brúðkaupum og hinum ýmsu auglýsingum.
Helen hefur mikla reynslu á sviði sjónvarpsförðunar en sem dæmi hefur hún starfað fyrir sjónvarpsþættina Allir geta dansað, Eurovision, Spaugstofuna og var í förðunarteymi í Game of Thrones hér á Íslandi. Helen hefur farðað fyrir óteljandi tískusýningar bæði hér á Íslandi en einnig með förðunarteymi MAC á Copenhagen fashion week ásamt því að halda fjölmörg masterclass námskeið sl. ár.
Natalie
Kennari
Natalie hefur starfað sem förðunarfræðingur í að nálgast áratug. Natalie útskrifaðist úr Mood Makeup School 2014 en hóf starfsferilinn sinn sem förðunarfræðingur áður hjá Borgarleikhúsinu. Hún starfaði í 3 á hjá MAC og var meðlimur MAC Nordic Event Team.
Natalie var einnig í hlutastarfi hjá RÚV og hefur unnið sem sminka í tísku, auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Í dag er hún vörumerkjastjóri á snyrtivörusviði hjá Nathan & Olsen ásamt því að kenna í Makeup Studio Hörpu Kara en Natalie byrjaði að kenna förðun þegar Harpa tók við sem skólastjóri í Mood og hefur fylgt henni frá opnun Makeup Studio og leysti hana af sem skólastjóri á tímabili. Natalie sérhæfir sig í tískuförðun.
Stefanía
Gestakennari
Stefanía Katrín Sól Stefánsdóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur
í meira en 6 ár.
Í dag starfar Stefanía sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og hefur farðað ótal manns fyrir sérstök tilefni. Einnig hefur hún mikið farðað fyrir auglýsingar, tísku o.fl., ásamt því að kenna í Makeup Studio Hörpu Kára. Stefanía sérhæfir sig í hinum ýmsu útfærslum af beauty förðunum.
Aldís Páls
Ljósmyndari
Aldís er annar ljósmyndara okkar í Make-Up Studio, en hún lærði ljósmyndun í Danmörku og vann síðan í kjölfarið hjá einum af virtasta tískuljósmyndara Kaupmannahafnar á þeim tíma, www.steenevald.com. Með honum öðlaðist hún mikla reynslu og tók þátt í að mynda alþjóðlegar herferðir sem og að mynda opinberar myndir fyrir dönsku hirðina. Aldís flutti heim árið 2009 og er í dag að sinna alls kyns verkefnum, þó hún vilji leggja áherslu á auglýsinar og tísku.
Hún stýrði ljósmyndadeild Birtíngs í nokkur ár þar sem leyst voru verkefni fyrir öll helstu tímarit landsins þ.m.t. Nýtt Líf, Hús og Híbýli, Gestgjafinn og Vikan. Einnig þá hefur Aldís einnig kennt stundir í Ljósmyndaskólanum. Auk ljósmyndunarhæfileikanna er Aldís einnig förðunarfræðingur frá Make-Up Studio Hörpu Kára. Ásamt því að vinna með Make-Up Studio Hörpu Kára. vinnur hún einnig fyrir Nike, Speedo, Bio Effect, Cintamani, Smáralind, AndreA og Ölgerðin svo fátt eitt sé nefnt.
Anna Kristín
Ljósmyndari
Anna Kristín er annar ljósmyndara Make-Up Studio Hörpu Kára. og má segja að vinna hennar í tísku- og auglýsingabransanum hafi byrjað árið 2004, en þá lærði hún fyrst förðun hjá Förðunarskóla Makeup Forever. Eftir það fór hún beint á framhaldsnámskeið í förðun hjá Fríðu Maríu og Silju Magg ljósmyndara en námskeiðið var á vegum Eskimo models. Eftir námið fékk hún beint vinnu hjá M.A.C og vann þar næstu 10 árin annaðhvort í fullri vinnu eða hlutastarfi með freelance verkefnum. Freelance verkefnin voru allskonar á þeim tíma eða alveg frá forsíðum á tískublöðum, fashion weeks og alveg yfir í tónlistarmyndbönd fyrir íslenska og erlenda tónlistarmenn.
Árið 2016 lá svo leiðin í Ljósmyndaskólann að klára ljósmyndanám en það var eitthvað sem hún var búin að ætla að gera síðan í menntaskóla. Þaðan lá leiðin hratt uppá við og var hún allt i einu farin að mynda t.d auglýsingaherferðir fyrir fyrirtæki á borð við 66N, AsWeGrow, Te&Kaffi og fleiri og fleiri, ásamt auðvitað uppáhalds verkefnanna fyrir Make-Up Studio Hörpi Kára. en þau hefur hún myndað alltaf frá því að skólinn var stofnaður.