top of page
-b6GFBUM.jpeg

Um skólann

Hjá Make-Up Studio Hörpu Kára er lögð áhersla á faglega kennslu og hafa kennarar skólans og leiðbeinendur sem koma að náminu framúrskarandi reynslu á sínu sviði. Harpa hefur starfað sem förðunarfræðingur í meira en áratug og hefur aflað sér mikllar reynslu og þekkingar á síðustu 15 árum í faginu.

 

Harpa er álitin meðal fremstu förðunarfræðinga landsins og hefur stutt undir feril fjölda förðunarfræðinga sem starfa við fagið í dag. Harpa er fyrrum skólastjóri Mood Makeup School og hefur lengstan starfsaldur þeirra förðunarkennara sem starfa á landinu í dag.

Árið 2018 stofnaði Harpa Make-Up Studio með það að leiðarljósi að bjóða upp á framúrskarandi og faglegt förðunarnám fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í fjölbreyttu og líflegu umhverfi sem förðunarbransinn á Íslandi hefur upp á að bjóða. Eftir að hafa verið starfandi förðunarfræðingur til margra ára útbjó Harpa ásamt fjölda annarra fagaðila námsskrá sem telur til helstu undirstöðuatriða sem förðunarfræðingur þarf að búa yfir til þess að hefja störf í faginu. Í dag sinna þau Harpa Kára, Ísak Freyr förðunarfræðingur og Hulda Halldóra stílisti starfi námsstjóra og hafa þau í sameiningu útbúið kennsluáætlun og námsefni út frá helstu kröfum förðunarbransans. Ísak Freyr og Hulda Halldóra hafa átt farsælan feril á sínu sviði sem spannar yfir 10 ár í faginu.

 


Stefna Make-Up Studio er að standast fyllilega samanburð við sambærilega skóla erlendis og er lögð mikil áhersla á að námsefni sé í takt við tíðarandann. Boðið er upp á lengri og styttri námskeið fyrir alla þá sem vilja læra sitthvað um förðun af viðurkenndum fagaðilum. Ásamt diplómanámi má m.a. nefna unglinga- og helgarnámskeið, 2 vikna förðunarnámskeið og 4 klst. förðunarnámskeið sem hafa verið sívinsæl fyrir samstarfs- og vinahópa.

bottom of page