top of page

DIPLÓMANÁM Í FÖRÐUN

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST

2 Sept - 7 Nóv 2024

Í diplómanámi í förðun hjá Make Up Studio Hörpu Kára læra nemendur öll undirstöðuatriði í förðun. Námið er krefjandi, fjölbreytt og faglegt, en áhersla er lögð á förðun fyrir auglýsingar, tísku og sjónvarpsefni. Kennt er 3 daga vikunnar kl 18:00 - 22:00, mánudag til miðvikudags. Nemendur sinna starfsnámi á meðan á náminu stendur.



Starfsnámið felur í sér að nemendur fara í allskyns verkefni á vegum skólans. Starfsnámið er hugsað til þess að nemendur geti öðlast reynslu og búið til tengslanet á meðan á náminu stendur. Starfsnámið hefur reynst mörgum nemendum okkar afar vel og hafa margir komist í áframhaldandi verkefni í kjölfarið. Verkefnin geta verið af ýmsum toga sem dæmi aðstoð við förðun fyrir kvikmyndatökur, auglýsingar, myndatökur og leikhús svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg fyrirtæki leita til Make Up Studio þegar þeim vantar nema fyrir allskyns verkefni.

VERÐ: 560.000 kr.

*Innifalið í verði er fullbúið förðunarkit, burstasett, förðunartaska, 3 myndatökur og innrömmuð diplóma.

Hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 36 mánuði, en boðið er upp á greiðsludreifingu í gegnum Borgun.

Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga, tilvalið er að hafa samband við sitt stéttarfélag og kynna sér málið betur.

Að námi loknu útskrifast nemendur sem förðunarfræðingar með diplómu.

258742157_4339893302786342_4758273222114287990_n.jpeg

KENNSLA

Áhersla er lögð á faglega kennslu og allir kennarar sem koma að náminu hafa mikla reynslu í faginu. Kennarar hafa sína sérstöðu en eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Nemendur fá fullbúið förðunarkitt, tösku og burstasett auk þess að fá afnot af förðunarbókinni Andlit eftir Hörpu Káradóttur eiganda Make-Up Studio Hörpu Kára. Bókin Andlit er notuð sem lesefni til heimanáms.

bottom of page