top of page

10 VIKNA FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ
FYRIR UNGMENNI (12-17 ára)

Make-Up Studio Hörpu Kára býður upp á 10 vikna námskeið sérsniðið að ungmennum sem eru að stíga sín fyrstu skref þegar kemur að förðun og húðumhirðu.

Auk þess munu þátttakendur fá fræðslu frá sérfræðingum þar sem komið verður inn á kvíða og staðalímyndir tengdar samfélagsmiðlum með það að markmiði að styrkja sjálfsmyndina. Tilvalið fyrir ungmenni sem vilja öðlast réttu verkfærin frá fagfólki með heilbrigðum hætti.

VERÐ: 75.000 kr.

ATH! Hægt er að nýta frístundastyk til þess að greiða fyrir námskeiðið.

Nemendur fá öll þau námsgögn sem þeir þurfa frá skólanum í öllum kennslutímum.

Á meðan á námskeiðinu stendur býðst nemendum aðgengi að veglegu vörusafni skólans þar sem þeir geta kynnst allavegana vörum við sitt hæfi.

Ungmennanámskeið.jpeg
Ungmennanámskeið2.jpeg

FARIÐ VERÐUR YFIR:

 • Húðumhirðu

 • Létta dagförðun

 • Litahjólið og ýmisa tækni

  Framkoma í ólíkum aðstæðum með Sölku Sól.

 • Minni háttar special effects áverka (tilvalið fyrir Halloween)

 • Staðalímyndir og andleg heilsa. Sálfræðingur ræðir við þátttakendur.

 • Unnið með sterka liti og blöndunartækni

  Umræðutími um heilbrigð vinasambönd. Helgi Ómars ræðir við þátttakendur.

 • Allir tímar enda með förðunaræfingu

bottom of page