top of page
07 - 08. okt 2023
UNGLINGANÁMSKEIÐ Í FÖRÐUN
Áhersla er lögð á faglega kennslu og allir kennarar sem að koma að náminu hafa mikla reynslu í faginu. Kennarar hafa sína sérstöðu en eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Á meðan á námskeiðinu stendur læra nemendur að farða sitt eigið andlit eftir óskum hvers og eins. Nemendur fá Mini pro burstasett, förðunarsvamp og bókin Andlit eftir Hörpu Káradóttur eiganda Make-Up Studio Hörpu Kára.
VERÐ: 45.900 kr.
Innifalið í verði er Mini pro burstasett, förðunarsvampur og bókin Andlit eftir Hörpu Kára að andvirði 35.000kr.
Hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 36 mánuði, en boðið er upp á greiðsludreifingu í gegnum Borgun.
Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga, tilvalið er að hafa samband við sitt stéttarfélag og kynna sér málið betur.


KENNSLA
Á námskeiðinu verður farið yfir húðumhirðu fyrir allar húðgerðir og hvernig hægt er að sníða hana að þínum þörfum. Nemendur læra ljómandi dagförðun, létta kvöldförðun og grunntækni í vinsælustu förðunum í dag. Nemendur hafa aðgang að vörum skólans en eru einnig hvattir til að mæta með sínar eigin vörur til að læra betur á þær. Að námskeiði loknu fá nemendur viðurkenningu frá
Make-Up Studio Hörpu Kára.
bottom of page