Harpa Kára-net.jpg

Um Hörpu

Harpa Káradóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur í rúman áratug. Harpa útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá Make-UpDesignory í Los Angeles árið 2008. Hún starfaði í sjö ár hjá MAC, þar af þrjú ár sem verslunarstjóri MAC í Kringlunni. Harpa var í hlutastarfi hjá RÚV í um sjö ár, en hefur einnig unnið frílans við myndatökur, auglýsingar, sjónvarpsþætti og tónlistarmyndbönd um árabil. Harpa var meðlimur í MAC Nordic Event Team, sem vann við tískuvikur á Norðurlöndum. Hún hefur síðustu ár starfað hjá Mood Make-Up School fyrst sem stundakennari og síðustu árin sem skólastjóri. Hún hefur verið förðunarritstjóri tískutímaritsins Glamour frá árinu 2016. Harpa er höfundur förðunarbókarinnar Andlit sem var metsölubók árið 2016.