647A5146-Edit-Edit.jpg

Sumarnámskeið 2019

Makeup studio Hörpu Kára býður upp á sumarnámskeið þar sem farið er yfir öll helstu undirstöðuatriði förðunar. Námið er krefjandi, fjölbreytt og faglegt, en áhersla er lögð á förðun fyrir auglýsingar og tísku.

Námskeiðið verður kennt dagana
3. - 28. júní nk.
frá kl. 9:00 - 15:00 mán. - fim.
og frá kl. 9:00 - 12:00 á föstudögum.

 

 
 

 

Að námi loknu útskrifast nemendur með diploma í förðun og fá nemendur fullbúið förðunarkitt, hárkitt og skólatösku.

Verð námskeiðsins er 420.000 kr. Hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 36 mánuði, en boðið er upp á greiðsludreifingu í gegnum Borgun

Sumarnámskeiðið er byggt upp á sama hátt og 8 vikna námskeiðin en er tekið á styttri tíma.


Helstu áherslur

Húð

 • Húðumhirða, húðtegundir, húðtónar, litaleiðrétting.

 • Val á farða, hyljara og púðri.

 • Áferðir, mismunandi áferðir eftir tilvikum.

 • Andlitsföll og andlitsskyggingar (higlight & contouring.)

Augu og varir

 • Augabrúnir Thelma Guðmundsen kemur sem gestakennari og fer yfir undirstöðuatriðin til þess að móta augabrúnir.

 • Augnskyggingar, mismunandi augnumgerðir.

 • Eyeliner, mismunandi form.

 • Maskari og bretting augnhára.

 • Varir, mismunandi form.

Mismunandi farðanir

 • No make-up make-up: Fríða María Harðardóttir kemur sem gestakennari og fer yfir kúnstina að framkvæma "no make-up make-up"

 • Smokey förðun

 • Brúðarförðun

 • Herrasnyrting

 • Eldri konur

 • Auglýsingaförðun: Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir kemur og fræðir nemendur um allt sem að viðkemur auglýsingaförðun.

 • Tískuförðun: Fríða María Harðardóttir gefur nemendum góða innsýn inn í tískuheiminn og því sem snýr að starfi förðunarfræðingsins.

 • Sjónvarpsförðun: Ragna Fossberg tekur á móti nemendum í vettvangsferð í Ríkissjónvarpið og fræðir þá um helstu atriði sem að hafa ber í huga fyrir sjónvarpsförðun.

 • Special effects: Ragna Fossberg sýnir nemendum nokkrar útfærslur af gervum og talar um kvikmyndaförðun. Ragna hefur margoft unnið Eddu verðlaun fyrir störf sín í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Annað

 • Hár: 2 kennsludagar í hárgreiðslu. Hárgreiðslumeistari frá Sebastian Professional kemur og kennir nemendum nokkrar útfærslur að hárgreiðslum.

 • Glimmer og aðrir aukahlutir.

 • Neglur: Lökkun og grunnumhirða.

 • Stíll: Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti kemur og talar um samvinnu stílistans og förðunarfræðingsins.

 • Ljósmyndari: Sigríður Ólafsdóttir (Sissa) skólastjóri Ljósmyndaskólans býður nemendum í vettvagnsferð og fræðir þá um samstarf ljósmyndarans og förðunarfræðingsins.

 • Markaðssetning: Farið yfir það hvernig er best að koma sér á framfæri að námi loknu.