647A4133-Edit.jpg

8 VIKNA FÖRÐUNARNÁM

Í náminu er farið yfir öll helstu undirstöðuatriði í förðun sem þarf til þess að geta starfað sem förðunarfræðingur að námi loknu. Kennt er 4 daga vikunnar, mánudag-fimmtudags, í dag- eða kvöldskóla. Að námi loknu útskrifast nemendur með diploma í förðun.

Verð: 420.000 kr. Hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 36 mánuði. Innifalið í verði er fullbúið förðunarkit, burstasett og förðunartaska.

 

 

NÆSTa NÁMSKEIÐ:

8 vikna förðunarnám: 6. janúar - 28. febrúar 2020

Boðið er upp á nám í bæði dagskóla ( kl. 9:00-13:00) og kvöldskóla (kl. 19:00 - 23:00)

 

 

Áhersla er lögð á faglega kennslu og allir kennarar sem að koma að náminu hafa mikla reynslu í faginu. Kennarar hafa sína sérstöðu en eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Á meðan að náminu stendur fá nemendur tækifæri til þess að fara með kennurum í verkefni og kynnast förðunarbransanum betur auk þess að Make-Up Studio Hörpu Kára er í samstarfi með Ljósmyndaskólanum. Nemendur fá fullbúið förðunarkitt, burstasett og skólatösku auk þess að fá afnot af förðunarbókinni Andlit eftir Hörpu Káradóttur eiganda Make-Up Studio Hörpu Kára. Bókin Andlit er notuð sem lesefni til heimanáms. Að námi loknu skila nemendur af sér þremur lokaverkefnum sem eru unnin í samstarfi við ljósmyndara.

 

647A5146-Edit-Edit.jpg

Helstu áherslur

Húð

 • Húðumhirða, húðtegundir, húðtónar, litaleiðrétting.

 • Val á farða, hyljara og púðri.

 • Áferðir, mismunandi áferðir eftir tilvikum.

 • Andlitsföll og andlitsskyggingar (higlight & contouring.)

Augu og varir

 • Augabrúnir Thelma Guðmundsen kemur sem gestakennari og fer yfir undirstöðuatriðin til þess að móta augabrúnir.

 • Augnskyggingar, mismunandi augnumgerðir.

 • Eyeliner, mismunandi form.

 • Maskari og bretting augnhára.

 • Varir, mismunandi form.

Mismunandi farðanir

 • No make-up make-up: Fríða María Harðardóttir kemur sem gestakennari og fer yfir kúnstina að framkvæma "no make-up make-up"

 • Smokey förðun

 • Brúðarförðun

 • Herrasnyrting

 • Eldri konur

 • Auglýsingaförðun: Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir kemur og fræðir nemendur um allt sem að viðkemur auglýsingaförðun.

 • Tískuförðun: Fríða María Harðardóttir gefur nemendum góða innsýn inn í tískuheiminn og því sem snýr að starfi förðunarfræðingsins.

Annað

 • Hár: 2 kennsludagar í hárgreiðslu. Hárgreiðslumeistari frá Sebastian Professional kemur og kennir nemendum nokkrar útfærslur að hárgreiðslum.

 • Glimmer og aðrir aukahlutir.

 • Neglur: Lökkun og grunnumhirða.

 • Stíll: Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti kemur og talar um samvinnu stílistans og förðunarfræðingsins.

 • Markaðssetning: Farið yfir það hvernig er best að koma sér á framfæri að námi loknu.