top of page
10x15cm MSHK-3082.jpg

Námskeið

Make-Up studio býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða. Við bjóðum upp á lengri og styttri námskeið svo allir ættu að geta fundið námskeið við sitt hæfi. Kynntu þér valmöguleikana hér.

Á 10 vikna diplómunámskeiði Makeup Studio Hörpu Kára læra nemendur öll undirstöðuatriði í förðun. Námið er krefjandi, fjölbreytt og faglegt, en áhersla er lögð á förðun fyrir auglýsingar og tísku. Kennt er 3 daga vikunar, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, í dag- eða kvöldskóla.

Make-Up Studio Pro set
10x15cm MSHK-3088.jpg

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði í förðun og kennt eru vinsælustu farðanir í dag. Kennt er 3 daga vikunar, mánudag-miðvikudags, í dag- eða kvöldskóla. Að námskeiði loknu öðlast nemendur viðurkenningu frá Makeup Studio Hörpu Kára.

Make-Up Studio Hörpu Kára býður upp á 10 vikna námskeið sérsniðið að ungmennum sem eru að stíga sín fyrstu skref þegar kemur að förðun og húðumhirðu.

Auk þess munu þátttakendur fá fræðslu frá sérfræðingum þar sem komið verður inn á kvíða og staðalímyndir tengdar samfélagsmiðlum með það að markmiði að styrkja sjálfsmyndina. Tilvalið fyrir ungmenni sem vilja öðlast réttu verkfærin frá fagfólki með heilbrigðum hætti.

oVSBk2TE.jpeg
YMx4VPVk.jpeg

Á 2 daga förðunarnámskeiði Make-Up Studio Hörpu Kára læra nemendur að farða eigið andlit með leiðbeiningum förðunarfræðinga.

 

Innifalið í verði er veglegur vörupakki og burstasett að andvirði 35.000kr. 

Á helgarnámskeiði Make-Up Studio Hörpu Kára læra nemendur að farða eigið andlit með leiðbeiningum förðunarfræðinga.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunn í húðumhirðu og hvernig er hægt að sníða hana að þínum þörfum. Nemendur læra ljómandi dagförðun, Soft Glam kvöldförðun, eyeliner og ásetningu augnhára. Nemendur hafa aðgang að vörum skólans en eru einnig hvattir til að mæta með sínar eigin vörur til að læra betur á þær.

20x30cm Harpa_W8A5744.jpg
UbUTn94E.jpeg

4 klukkustunda förðunarnámskeið þar sem farið verður yfir fallega dagförðun og hvernig hægt sé að breyta förðuninni á svipstundu yfir í förðun fyrir betri tilefni. Kennari fer yfir blöndunartækni, ásetningu augnhára og helstu trixin í bókinni til þess að útkoman verði sem best. Kennari veitir faglega ráðgjöf um val á snyrtivörum fyrir þá sem þess óska. Nemendur er hvattir til að koma einnig með sínar eigin förðunarvörur.

Make-Up Studio býður upp á sérsniðið helgarnámskeið þar sem hægt er að bóka einka helgarnámskeið (minnst 8 manns). Innifalið í verði er förðunarbókin Andlit eftir Hörpu Káradóttur, augnhár, freyðivín og óáfengir drykkir. Þetta námskeið er tilvalið fyrir vina og samstarfshópa. 

*Þeir hópar sem óska eftir vörupakka á námskeiðinu geta samið við skólann um verð og innihald pakkans ásamt því að fá faglega ráðgjöf um ólíkar snyrtivörur eftir þörfum hvers og eins.

Harpa og Helen.jpeg
bottom of page