top of page
Saradögg.png

Við bjóðum upp á námskeið með einum vinsælasta förðunarfræðingi Íslands, Söru Dögg Johansen. Sara er þekkt fyrir að vera einstakur kennari með lag á alls konar ólíkum förðunum. Sara ætlar að fara yfir fallega hátíðarförðun og gefa góð ráð sem geta nýst öllum.

 

Sara Dögg hefur farðað fyrir mörg af flottustu vörumerkjunum á Íslandi, þar ber helst að nefna, L‘Oréal Paris, Nike, Smáralind, Hildi Yeoman, World Class, Ölgerðina, Andrea by Andrea og mörg fleiri.

 

Námskeiðið er bæði ætlað ófaglærðum og faglærðum sem vilja bæta við sig kunnáttu.

 

Boðið verður upp á létta drykki og góða stemningu.

     Miðvikudaginn 14. desember frá kl 20:00 - 22:00.   

VERÐ: 19.900 kr.

*Innifalið í verði er veglegur gjafapoki sem inniheldur m.a. vörur frá L‘Oréal Paris, Maybelline, NYX Professional Makeup og Eylure ásamt léttum drykkjum (freyðivín og óáfengir drykkir)

ATH! hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga, tilvalið er að hafa samband við sitt stéttarfélag og kynna sér málið betur.

bottom of page