
MIÐVIKUDAGINN17.MAÍ 2023 kl 19 - 23:00
Við kynnum til leiks þriðja Glam kvöldið með Ale Sif.
Þú vilt alls ekki missa af þessu.
Uppselt var á tvö seinustu kvöld þannig að við mælum með að tryggja þér sæti strax!
Takmörkuð sæti eru í boði til þess að hafa námskeiðið náið og þægilegt andrúmsloft þannig að við getum spjallað og þið notið þess að spyrja spurninga.
Námskeiðið verður daginn fyrir Uppstigningardag, miðvikudaginn 17.maí kl 19 - 23:00
í Make-Up Studio Hörpu Kára.
Að þessu sinni verður kvöldið með sumarívafi enda hækkandi sól á lofti og flestir komnir í sumarfíling í maí.
Ale Sif er ein eftirsóttasta glam sminkan í dag og mun kenna ykkur fallega sumar glam förðun á módeli og deila með ykkur "tips and tricks" fyrir sumarið.
Tilvalin kvöldstund til þess að hóa saman vinkonum og eiga skemmtilega og lærdómsríka kvöldstund.
ATH - námskeiðið er ætlað öllum, það er engin nauðsyn að vera förðunarfræðingur.
Að vanda verða glæsilegar veitingar á boðstólnum, goodie bag og happdrætti.
Hlökkum til að sjá þig !
